Árangri viðhaldið til framtíðar
Í ljós hefur komið að eftirtalin atriði er nauðsynlegt að hafa í huga til að viðhalda árangri til framtíðar:
- Sjá til þess að sveitarfélög og önnur yfirvöld hviki hvergi í stuðningi sínum við heilsueflingu, viðhaldi henni, fylgist með henni og meti árangurinn af þeim aðferðum.
- Koma á og samhæfa alla þætti og aðgerðir heilsueflingarinnar í grunnstarfi skólans
- Kynna og rifja upp fyrir öðrum heilsueflingarstarfið innan og utan skólans.
- Tryggja að tími, aðstaða og fjármunir séu tiltækir til að unnt sé að þjálfa starfsfólk og helstu samverkamenn.
- Sjá til þess að starfsfólk fái tækifæri til að efla eigin heilsu og bæta eigin líðan.
- Endurskoða og endurskipuleggja starfið, þar sem þörf krefur, á þriggja til fjögurra ára fresti.
- Halda áfram að sjá til þess að nægum fjármunum og mannafla sé beint til þessara mála.
- Láta stýrihópinn, ásamt tengilið, halda áfram að hafa yfirumsjón með verkefninu, til að drifkrafturinn dali ekki, og skipa nýja í stað þeirra sem smám saman hverfa úr hópnum.
- Hafa starfsfólk og nemendur með í ráðum um nýjungar og gefa þeim tækifæri til að fylgjast með starfinu
- Samtvinna áætlanir um heilsueflingu í skólum öðrum mikilvægum markmiðum og áætlunum í samfélaginu um heilsu, vellíðan og menntun ungs fólks.
- Stilla væntingar. Heilsuefling í skólum hefur oft verið hugsuð til skamms tíma og þar hafa stundum verið gerðar óraunsæjar væntingar og ekki horft til skólastarfsins í heild.
- Mikilvægt er að sýna fram á framfarir í námsárangri sem fylgja heilsueflingu í skólum.
„Til að mæta áherslum um heilbrigði þurfa allir sem í skólum starfa að skoða störf sín með hliðsjón af heilbrigði og vinna í sameiningu að skýrum markmiðum sem styðja jákvæðan skólabrag, bættan námsárangur og vellíðan. Þar gegnir starfsfólk skóla miklu hlutverki sem fyrirmyndir. Aðalnámskrá grunnskóla (2.1.5, 2011)“