Markmið og framkvæmd
Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Skólar koma sér upp heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild.
Heilsueflandi grunnskóli er ekki verkefni með upphaf og enda heldur nálgun sem nýtist í starfinu til framtíðar. Hver grunnskóli vinnur á þeim hraða sem þeim hentar og reiknað er með að skólinn taki sér allt að ár í undirbúning.
Þátttaka veitir
- Aðgang að heilsueflandi.is sem er rafrænt kerfi þar sem hver grunnskóli heldur utan um heilsueflingarstarf skólans.
- Kynning á vefsvæði Heilsueflandi.is
- Leiðbeiningar um ferlið og notkun heilsueflandi.is
- Aðgang að fyrirlestrum og fræðsluefni
- Spjald til að hengja upp í skólanum
- Stuðning gegnum síma og tölvupóst
- Að sjá og sýna hvað þau eru að gera góða hluti!
- Heilsueflandi grunnskóli á Facebook
Undirbúningur
Í undirbúningsvinnu er myndaður stýrihópur sem sinnir utanumhaldi og eftirfylgni. Staða grunnskólans er skoðuð og grunnur að heilsustefnu gerður. Fyllt er út í gátlista á lokuðu vefsvæði sem þátttökuskólar hafa aðgang að. Þar getur hver og einn skóli metið eigin stöðu og í framhaldinu haldið utan um markvisst heilsueflingarstarf.
Umsókn
Að sækja um felur í sér að grunnkólinn hefur einsett sér að vinna markvisst að heilsueflingu í sínum skóla og að skólastjórnendur staðfesti það með undirskrift umsóknar. Eftir að umsókn er móttekin fær grunnskólinn sendan aðgang að heilsueflandi.is auk ýmissa upplýsinga til þess að hjálpa þeim að hefja vinnuna.
Smellið hér til þess að opna umsóknareyðublað.
Ef þið hafið spurningar, endilega sendið tölvupóst á netfangið hgs@landlaeknir.is