VINNULAG
Viðmið fyrir vinnulag
Skólinn kemur sér upp skipulagi og umgjörð með markvissum hætti til að halda utan um heilsueflingarstarf skólans.
Áætlanir er lúta að heilsueflingarstarfi eru vandaðar og markvisst skráðar. Tengiliður og/eða stýrihópur heldur utan um þær áætlanir á einum stað, á www.heilsueflandi.is
Skólasamfélagið er meðvitað um að skólinn er Heilsueflandi grunnskóli og upplýsingagjöf frá skólanum er markviss og upplýsandi.
Markvisst eru lagðar fyrir kannanir, horft á niðurstöður og unnið að úrbótum. Gerðar eru áætlanir til að ná framþróun í heilsueflingarstarfi skólans.
Gátlisti fyrir vinnulag með ítarlegum viðmiðum