Gátlistar Heilsueflandi grunnskóla
Gátlistar Heilsueflandi grunnskóla eru verkfæri til þess að auðvelda framkvæmd og yfirsýn á stöðu þátttökuskóla. Þar er farið yfir þau lágmarks viðmið sem uppfylla þarf í heilsueflandi grunnskólastarfi og gátlisti er yfir atriði sem hyggja þarf að til að ná viðmiðunum. Gátlistar Heilsueflandi grunnskóla eru 12.
Þátttökuskólar hafa aðgang að lokuðu vefsvæði þar sem þeir fylla út í gátlista. Þar getur hver og einn skóli metið eigin stöðu og í framhaldinu haldið utan um markvisst heilsueflingarstarf.