Heilsueflandi grunnskóli
Á þessum vef er að finna upplýsingar og verkfæri fyrir vinnu við Heilsueflandi grunnskóla. Heilsueflandi grunnskólar er heildræn nálgun sem hefur það að markmiði að stuðla að betri heilsu og vellíðan fólks í grunnskólum.
Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Skólar koma sér upp heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild.
Heilsueflandi grunnskóli er ekki verkefni með upphaf og enda heldur nálgun sem nýtist í starfinu til framtíðar. Hver grunnskóli vinnur á þeim hraða sem þeim hentar og reiknað er með að skólinn taki sér allt að ár í undirbúning.
Þátttaka er grunnskólum að kostnaðarlausu og ekki þörf á undirbúningsvinnu áður en sótt er um.
Gátlistar Heilsueflandi grunnskóla
Heilsueflandi grunnskóli...
- Stuðlar að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans.
- Bætir námsárangur nemenda.
- Örvar til þátttöku og ábyrgðar með virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum og mannréttindum.
- Sér til þess að skólaumhverfið sé öruggt og hlúi að nemendum og starfsfólki skólans.
- Eflir nemendur í námi og félagslífi og til að vera virkir þátttakendur í hvoru tveggja.
- Tengir saman heilbrigðis- og menntamál.
- Vinnur með foreldrum og sveitarstjórn.
- Tekur á heilsu og vellíðan alls starfsfólks skólans.
- Fléttar heilsu og velferð saman við daglegt skólastarf, námskrá og árangursmat.
- Setur sér raunhæf markmið sem byggjast á nákvæmum upplýsingum og traustum vísindalegum gögnum.
- Leitast við að gera æ betur með því að fylgjast sífellt með, meta stöðuna og endurmeta aðgerðaáætlanir.
Ávinningur grunnskólans
Betri líðan barna í skólanum
Meiri áhugi og bættur námsárangur
Aukið sjálfstraust nemenda og betri ástundun
Jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans
Færri slys og minni veikindi starfsfólks
Bætt almenn heilsa, vellíðan og starfsánægja starfsfólks